Snjóað í fjöll og enn hækkar í vatninu

Þegar vefstjóri vaknaði í mogun hafði snjóað töluvert í fjöll.

Síðastliðna 12 tíma hefur hækkað um 15 sm í vatninu og bryggjan flestir botnflekar í bryggjunni sem við sáum mynd af í gær eru horfnir.

Vefstjóri rakst þó á eitthvað af þeim á göngu sinni í morgun þar sem þeir höfðu borist á land töluvert langt frá byggjunni. Eigandi getur haft samband varðandi staðsetningu.

Þessi vatnsköttur virðist fljótlega vera í hættu. Ef þið þekkið eigandann, endilega látið hann vita.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband