Áhugaverðar bækur um Skorradalinn

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér Skorradalinn og umhvefi hans má benda á nokkrar áhugaverðar bækur. Í árbók Ferðafélags Íslands frá 2004 eftir Freystein Sigurðsson er fjallað um Borgarfjarðarhérað á milli Mýra og Hafnarfjalla. Þar er að finna góðan kafla um Skorradalinn. Fjallað er um landhætti, kort er af svæðinu og margar fallegar myndir.
ffisl2004
Inn á milli eru frásögur af íbúum sem bjuggu í dalnum fyrr á öldum. Höfundur er sjálfur ættaður frá Efstabæ, sem nú er kominn í eyði. Lýsir Freysteinn ætt sinni með eftirfarandi orðum:

efstibaett
svipthing
Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor í íslenskum bókmenntum við Hákóla Íslands gaf út bókina Svipþing árið 1998. Sveinn var ættaður frá Vatnshorni í Skorradal. Í bókinni eru minningar hans um afa hans og ömmur og er sögusviðið fyrst og fremst Skorradalur. Lýst er örlögum íslensk búandafólks og þá veröld sem var í Skorradalnum fyrr á árum. Þá er í bókinni sérstakur þáttur um litríkan og minnisstæðan bónda, Eirík í Bakkakoti. Bók sem virkilega er hægt að mæla með.
Að lokum vil ég minnast á bók Óskars Þórðarssonar um föður sinn: "Þórður í Haga - Hundrað ára einbúi". í bókinni eru skráðar minninga bónda í Skorradal sem flutti á óræktaða jörð með litlu húsnæði. Lýst er einangrun, þrotlausri baráttu við náttúruöflin, björgun úr lífsháska í Skorradalsvatni. Maður sem lét ekki baslið buga sig heldur héllt alltaf ótrauður áfram. Bókin er prýdd fjölda mynda.
tihaga
tihagamynd

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband