Landslag yrði lítilsvirði, ef það héti ekki neitt

Hér getur þú skoðað mynd með helstu örnefnum í suðurátt.
Rifja upp og reyna að muna
fjallanöfnin:
Náttúruna.
Leita og finna
eitt og eitt.
Landslag yrði
lítilsvirði,
ef það héti ekki neitt.

Vefstjóra komu í hug þessar ljóðlínur Tómasar Guðmundssonar á fallegum ágústmorgni þegar hann gekk niður að Skorradalsvatni. Þegar heim var komið var því sest niður og reynt að finna helstu örnefni sem blasa við þegar horft er í suður frá Hvammssvæðinu. Smelltu á myndina hér að neðan til að skoða myndina með örnefnum. Ekki er tekin ábyrgð að rétt sé með farið. Ef þú verður var við villur eða þekkir fleiri örnefni á myndinni væri gott að heyra frá þér. Ef þú vilt skoða myndina í hærri upplausn getur þú
hlaðið niður pdf skrá hér (1 Mb).


sd_ornefni
Smelltu á myndina til að skoða hana stærri
sd_panorama
Hér að ofan er sama mynd í ¨panorama" en án örnefna

hvammshlid_pano
Hér að neðan er önnur panaromamynd sem sýnir Hvammshlíðina í einni mynd
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband