Af veðurfari í Skorradal

Í drögum að aðalskipulagi Skorradalshrepps sem gefin voru út 2009 segir orðrétt: “Rannsóknir á veðurfari í Skorradal eru nánast engar, en áhugavert væri að rannsaka þá þætti veðurfars sem einkenna svæðið, sér í lagi samspil hitafars, úrkomu og gróður- og vatnsbúskapar.”

Þetta er rétt. Þó hefur verið fyrir hendi veðurstöð í Hvammi frá 1999, en hefur ekki verið unnið úr þeim gögnum nema gögnum um styrk sólarinnar og hafa upplýsingar um mælingar 2010 og 2011 verið birtar.

Úrkoma hefur verið mæld í Andakílsárvirkjun frá því 1949 og hafa þær mælingar sýnt að úrkoma er talsverð. Sem dæmi má nefna að um 500- 600 mm meiri úrkoma mælist í virkjuninni en á Hvanneyri á ári hverju, þrátt fyrir að fjarlægð milli staðanna sé innan við 10 km í beinni loftlínu. Skýriist þessi munur fyrst og fremst af því að virkjunin stendur mun nær norðurhlíðum Skarðsheiðar þar sem talið er að úrkoma fari yfir 2.000 mm á ári. Myndirnar hér að neðan (kort 5 og 6) eru fengnar úr ofangreindum drögum að aðalskipulagi.
hiti_sd_hv_2

hiti_sd_hv_3

Í tæplega tvö ár var úrkoma mæld að Fitjum og virtist sú úrkoma ekki vera fjarri 1.100 mm á ári. Til samanburðar má geta þess að úrkoma á sama tímabili, var að meðaltali um 830 mm í Reykjavík og um 500 mm á Akureyri. Árið 2011 mældist úrkoma 933 mm í Hvammi Skorradal.

Vefstjóri hefur áhuga á að bera saman veðurfar í Hvammi við veðurfar á Hvanneyri. Á milli þessara staða er loftlína eingöngu 12 km, en staðarhættir eru eins og kunnugt er allt aðrir í Skorradal en á Hvanneyri. Til að þetta megi takast er þörf á að fá gögn frá veðurstofu Íslands. Vefstjóri gerði sér þó til gamans að bera saman veðurfar í eina viku frá 30.04.2012-06.05.2012. Ekki er hægt að draga af þessu miklar ályktanir sökum þess hve tíminn sem skoðaður er var stuttur. Gögn frá veðurstöðinni á Hvanneyri voru fengin af vef Veðurstofu íslands og eru birt á þriggja klukkustunda fresti. Nánast ekkert rigndi þessa daga.

hiti_sd_hv

Á myndinni sést hitastig umrædda viku. Meðalhiti á Hvanneyri var 4,97 gráður, en 5.26 í Skorradal.

Uppsöfnuð úrkoma var 3mm á Hvanneyri, en 3,9 mm í Skorradal.

Meðalvindur reyndist vera 4,5 m/s á Hvanneyri, en 2,4 m/s í Skorradal. Ef skoðar voru vindhviður voru vindhviður að meðaltali 7,9 m/s í Hvanneyri en 4,8 m/s í Skorradal.
hiti_sd_hv_4


Heimildir:

1. "Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022." (accessed May 6, 2012)
2.
Sigurgeirsson, Bardur, and Hans Christian Wulf. "[Erythemogenic UV Rays]." Læknablađiđ 97, no. 7-8 (2011): doi:21849709.
3.
Sigurgeirsson, Bardur, and Hans Christian Wulf. "[Erythemogenic UV Rays]." Læknablađiđ 97, no. 7-8 (2011): doi:21849709.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband