Vatnsborð Skorradalsvatns hækkar ört

Vatnsborð Skorradalsvatns hækkar ört um þessar mundir. Það er nokkuð klassíkt að í haustrigningum hækkar vatnsborðið ört, oft sumarhúsaeigendum til mikils ama. Margir hafa lent í vandræðum með báta og bryggjur sem stóðu langt upp í fjöru, en allt í einu, viku síðar stendur bryggjan á kafi. Á síðast liðnum þremur vikum hefur vatnsborðið hækkað um rúmlega 50 sm og fjaran styst um marga metra. Þegar þetta er ritað hafði vatnið hækkað um 5 sm á síðsutu 4 klst, enda töluverð rigning og allir lækir fullir.


Línuritið hér að ofan sýnir hve hratt breytingarnar gerast.
Fylgjast má með vatnshæð Skorradalsvatns í rauntíma hér. Athugið að velja þarf "Vesturland" úr valmyndinni sem birtist til vinstri og síðan þarf að smella á "Skorradalsvatn".Myndirnar hér að ofan sýna að stutt er í að illa fari.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband