Himbrimi við Skorrdalsvatn sumarið 2012

Seinni hluta sumars rakst vefstjóri á þetta himbrimapar með tvo unga rétt við stöndina hjá Vatnshornsskógi.
Athyglisvert var að annar fuglinn reyndi að beina athyglinni frá ungunum með því að færa sig frá þeim.Himbriminn er ættaður frá Norður-Ameríku og verpa þeir hvergi að staðaldri í Evrópu nema á Íslandi. Talið er að á íslandi séu um 300 pör. Á sumrin halda þeir til á vötnum, en þegar þau leggur yfirgefa þeir vötnin og eru á sjó meðfram ströndum. Himbrimar eru árásagjarnir fuglar. Þeir ráðast ekki aðeins á fugla af öðrum tegundum heldur einnig á sína líka. Af þessum sökum eru yfirleitt bara ein himbrimahjón á hverju vatni, en á stærstu vötnunum eru þau yfirleitt fleiri. Tel ég að í sumar hafi verið tvenn hjón á Skorradalsvatni. Hreiður himbrimans eru ætíð fremst á vatnsbakka. Þetta stafar af því hve erfitt himbriminn á með gang og skríður yfirleitt frá hreiðrinu út í vatnið. Himbriminn gefur frá sér ýmis hávær og langdregin væl sem borist geta um langan veg. Væl þeirra minnir stundum á barnsgrát eða hlátur.

Himbrimar lifa mest á fiski, en eining hryggleysingjum. Ekki mun vera óalgengt að himbrimar festist í neti og er vitað um tvö slík tilvik við Skorradalsvatn. Í báðum tilvikum tókst björgun giftursamlega.
Við höfum áður birt myndband af þegar himbrimi var losaður úr neti 17.07.2009. Merkilegt verður að telja að nokkrum dögum áður festist einnig himbrimi í neti og má sjá þær myndir hér að neðan.

Það má skoða myndirnir í fullri stærð með því að smella á táknið í neðra hægra horni á myndarammanum.
Þú þarft að hafa "flash" á tölvunni þinni til að geta skoðað myndirnar.
Ef þú ert ekki með flash getur þú smellt hér til að skoða myndirnar.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband