Nýbúar í Skorradal

Birgir Benediktsson sendi okkur þessar skemmtilegu myndir.
Birgir Benediktsson sendi okkur þessar skemmtilegu myndir. Gefum nú BIrgi orðið sem segir okkur sögu myndanna.

bbm1
mynd 1. Þetta er nátttröllið í klettunum fyrir ofan Hvammshlíðina.
bbm2

bbm3

bbm4

bbm8
mynd 2-4 Brandönd, tekið af vatninu í átt að Drageyri. Brandönd er trúlega ný byrjuð að koma í Skorradalinn og hefur orpið þar þetta vorið, en þá mynd fékk ég hjá Guðbrandi bróður mínum sem er með bústað í Dagverðarnesi. Brandönd hefur sést niður í Borgarfirði en ekki fyrr í Skorradal. Ég held að það sé hægt að telja 42 unga á myndinni en þessi önd er örugglega að taka að sér uppeldið fyrir 2-3 endur.


bbm5
mynd 5. myndin er tekin ofan af Skorradalshálsi yfir að Skarðsheiði, til vinstri er Hestdalur og Villingadalur og hægramegin Skessuhorn.
bbm6
mynd 6. Hrafnsungi í laup sem er í klettunum fyrir ofan Hvammshlíð, það voru þrír ungar en tveir voru farnir á flakk.
bbm7
mynd 7. Andlitsmynd í klettunum í Hrafnsgili, vestast í Hvammshlíð.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband