Norðurljós, bátur í hrakningum, kindur í klettum o.fl.

Birgir Benediktsson sendi okkur fallegar myndir úr Skorradalnum sem voru teknar helgina 12-14 október 2012. Á myndunum má sjá fallegt sólarlag í vesturátt, norðurljós o.fl.

Mikið hefur hækkað í Skorradalsvatni undanfarið og er vatnið að nálgast sína hæstu stöðu.Birgir gekk fram á bát í kafi við ströndina eins og sjá má á myndunum. Birgi tókst að koma bátnum í land og hefur eigendinn nú komið honum í hús.

Einnig má sjá kindur efst í klettunum fyrir ofan Hvammssvæðið. Jón Hörður landeigandi tjáði vefstjóra að kindurnar ættu ættir að rekja til bæjar sem er á land upp í Skorradalsásinn að norðanverðu. Að vísu er girðing efst á miðlínu á ásnum miðjum, en hún er greinilega ekki að fullu fjárheld. Kindurnar munu verða sóttar bráðulega af eiganda sínum.

Það má skoða myndirnir í fullri stærð með því að smella á táknið í neðra hægra horni á myndarammanum.
Þú þarft að hafa "flash" á tölvunni þinni til að geta skoðað myndirnar. Ef þú ert ekki með flash getur þú
smellt hér til að skoða myndirnar.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband