Verslunarmannahelgi 2012 - Strendur Skorradalsvatns

Sumarið nálgast óðfluga og fiðringur er kominn í marga Skorrdælinga. Á meðan beðið er eftir sumrinu er ekki margt annað að gera en að ylja sér við minningar síðasta sumars. Vefstjóri brá sér í bátsferð um verlunarmannahelgi s.l. sumars. Hann hafði með sér myndavél. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Myndin tekur tæpar fimm mínútur í afspilun.
Ef áhugi er fyrir að skoða ákveðin svæði nánar má frysta myndin með því að ýta á stopp takkan. Einnig má skruna fram og til baka og horfa á myndina í fullri skjástærð.© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband