Heimsóknir á heimasíðu fara vaxandi

Heimsóknum á heimasíðu félags sumarhúsaeigenda í Hvammi fjölgar mjög yfir sumarmánuðina eins og sjá má á línuritinu hér að neðan. Daglegar heimsóknir eru í kringum 65, en sveiflast frá 30 til 100. Heimsóknir í júní og júlí voru um 2000, hvorn mánuð.

Það virðist vera að flestir séu að sækjast eftir veðurfarsupplýsingum, en síða með vefmyndavél og fréttasíðan eru einnig mikið skoðaðar.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband