Innbrot, eldingar, vatnsveður og vatnshæð

Föstudaginn 14 október ringdi ein hver ósköp og þrumur og eldingar skóku Skorradalinn.
S.l. 3 daga ringdi yfir 40mm enda hækkaði yfirborð Skorradalsvatns um 20 sm á þesum tíma. Á miðvikudag ringdi 12,4mm, 10,6 á fimmtudag og 18,6 mm á föstudag. Ef við gerum ráð fyrir að yfirborð Skorradalsvatns sé 15 ferkílómetrar svamsvarar þessi hækkun 3,000,000,000 (þrjú þúsund milljónir) lítrum. Leiðréttið mig ef ég hef reiknað rangt. Ef við skoðum tímann frá í lok september er um 110 sm hækkun að ræða, eða 17 þúsund milljónir lítrar sem bæst hefur í vatnið



Á línuritinu hér að neðan má sjá hvernig vatnshæðin hefur rokkað í sumar. Eins og sjá má er vatnshæðin nú í hæstu stöðu sem mælst hefur s.l. 12 mánuði.

vatnshaed

Hér má sjá breytinguna sem hefur orðið í fjörborðinu á tæpum mánuði.

fjara_breyting


Að undanförnu hafa aðilar frá Vatnsendalandi og frá Dagverðarnesi haft samband við vefstjóra til að afla upplýsinga um reynslu af öryggishliðum í Hvammslandi. Tilefnið var tíð innbrot í Skorradalnum að undanförnu. Kom fram í máli þessara aðila að á s.l. 2 vikum hefðu ferið framin 9 innbrot í Skorradalnum, bæði í Vatnsenda og Dagverðarnesi. Fram kom í máli manns sem býr í SKorradalnum og þekkir vel til að innbrotsþjófarnir hefðu hreiðrað um sig í einum bústaðnum á meðan þeir héldu í ránsferðir í aðra. Íbúar í Hvammssvæðinu hafa túlkað þetta þannig að öryggishliðin hafi komið í veg fyrir innbrot á Hvammsvæðinu, enda engin innbrot framin þar eftir að hliðin voru sett upp. Á sama tíma fjöldi innbrota í kringum Hvammssvæðið.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband