Falleg helgi í Skorradalnum

Undanfarna daga hefur verið mikil veðurblíða í Skorrdalnum. Bjartir dagar, en kaldar nætur.
Í vikunni var mest 7 stiga frost að nóttu til á meðan hitastigið var í kringum núllið í Reykjavíkinni.
vor5
Vefstjóri skrapp í heimsókn í bíðunni til góðra vina. Á leiðinni sá hann að náttúran var að lifna við og trén að springa út. Stóðst ekki mátið og draga fram iphoninn.
vor2
Þegar skyggja tók og sólin var að setjast skartaði Dalurinn sýnu fegursta eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

vor6
Þegar haldið var heim á leið var komið frost, en norðurljósin dönsuðu um himinhvolfið. Myndin hér að neðan er tekin á iphoninn en sýnir þó á engan hátt þá litadýrð sem við augum blasti.
vor4
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband