Nágrannavarsla

Kæri nágranni

Á síðasta aðalfundi í var samþykkt að koma á nágrannavörslu á Hvammssvæðinu. Á fundinum kynnti Bárður Sigurgeirsson ritari stuttlega í hverju nágrannavarsla felst. Fulltrúi Tryggingafélagsins Sjóvá hélt kynningu á nágrannavörslu og afhenti skilti sem munu verða sett upp við hliðin inn á svæðið.

Nágrannavarsla felst í samvinnu nágranna um að gera umhverfi sitt og sumarhús öruggari. Markmiðið er að leitast við að draga úr innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum. Nágrannavarsla er þekkt í áratugi og hefur víða verið sett upp með góðum árangri.

Nágrannavarsla felur í sér að fylgst sé með óeðlilegri umferð í nærliggjandi bústöðum. Sumarhúsaeigendur hafi lágan þröskuld á að hafa samband við eiganda/lögreglu ef þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir. Tilkynna þarf nágrönnum ef þeir eru í burtu í lengri tíma. Skoða umhverfi bústaða nágranna ef þeir eru ekki heima

Útbúinn hefur verið listi yfir sumarhúsaeigendur með símanúmerum, þannig að auðvelt sé fyrir fólk að hafa samband sín á milli. Þátttaka undir hverjum og einum komið. Upplýsingar um símanúmer eru fengnar frá félagsmönnum sjálfum og úr símaskrá. Einnig hefur verið útbúið kort af svæðinu með götunöfnum og lóðanúmerum. Listinn og kortið verður ekki birt á heimsíðu heldur sendur til hvers og eins félagsmanns. Listinn og kortið verður látið ganga á aðalfundi þannig að hægt sé að koma fram athugasemdum.

Enn liggja ekki fyrir símanúmer allra félagsmanna og má senda upplýsingar um símanúmer til ritara á tölvupóstfangið
bsig@mac.com. Á sama netfang má einnig senda ósk um að nafn eða símanúmer komi ekki fram á umræddum lista. Einnig væri æskilegt að fá tölvupóstfang félagsmanna. Tölvupóstföngin gefa möguleika á að senda fljótt upplýsingar til félagsmanna og opna einnig möruleika á rafrænum skoðanakönnunum um mikilvæg málefni. Áætlað er að listinn og kortið verði sent til félagsmanna að skömmu eftir aðalfund.

Kær kveðja

Bárður Sigurgeirsson ritari


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband