Veðurtölvan fraus

Málum er þannig háttað að gögn frá veðurstöðinnu berast hrá beint út á internetið og má skoða þau á bláu myndinni sem birtist á aðalveðursíðunni. Einnig má skoða þau beint á http://www.weatherlink.com/user/bsig/.

Gögnin eru einnig send á sérstaka veðurtölvu sem safnar þeim saman og býr til söguleg línurit sem eru uppfærð reglulega og send inn á internetið. Veðurtölva þessi er gömul PC tölva með sérstökum hugbúnaði og er hún geymd úti í skúr í sumarbústað vefstjóra.

Umrædda nótt gleymdi vefstjóri að loka hurðinni á skúrnum og þegar hitastigið var komið í -7 gr. þá nóttina, fraus tölvan í orðsins fyllstu merkingu. Allar tilraunir til að endurræsa tölvuna mistókust og hún gaf bara frá sé ámátlegt væl. Eftir að hafa hvílt sig í 2 sólarhringa í hlýjunni fór hún í gang aftur og býr nú til línurit af kappi sem aldrei fyrr.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband