Miðfitjahóll, Botnsheiði o.fl. veðurstöðvar

Við höfum um nokkurt skeið birt upplýsingar um veðurfar á nærliggjandi veðurstöðum á veðursíðunni okkar. Í vikunni fengið við fyrirspurn um hvar “Miðfitjahóll” sé staðsettur og skal því nú svarað.

Á veðursíðunni birtum við auk gagna frá okkar eigin stöð, upplýsingar frá eftirtöldum veðurstöðum: Hvanneyri, Hafnarfjall, Húsafell, Botnsheiði og Miðfitjahól
(veðrið í grenndinni - sjá hér).

Miðfitjahóll er tiltölulega ný veðurstöð í Skarðsheiðinni í 480 m hæð og er í eigu Landsnets. Miðfitjahóll er þar sem Vatnshamralína liggur einna hæst, en vatnshamralína liggur yfir Skarðsheiðina í grennd við Skarðsheiðarveg sem er hin forna þjóðleið milli Leirársveitar og Andakíls, þvert fyrir vesturenda Skarðsheiðarinnar. Leiðin liggur um Miðfitjaskarð milli Skarðsheiðar að austan og Hafnarfjalls og Hrossatungna að vestan. Þetta var fjölfarin leið áður og spöruðu menn sér þannig krókinn fyrir Hafnarfjall. Línan situr á tréstaurum þar sem haldið er á heiðina, en á stálvirkjum efst. Til að geta glöggvað sig nánar á staðsetningu þessarar veðurstöðvar hef ég merkt inn á kort þessa veðurstöð og stöðina á Botnsheiðinni líka, en hún er í 500 m hæð yfir sjávarmáli.

vedurstodvar

vedurstod_svinad

Fyrir þá sem áhuga hafa á er veðurstöð í einkaeigu í Svínadalnum, sunnan við Skarðsheiðina. Stöðin er að sömu gerð og stöðin í Hvammshlíðinni nema að sólarnema vantar. Hér má sjá staðsetningu stöðvarinnar á korti (neðri blái púnkturinn) og efst á kortinu sést stöðin í Hvammshlíðinni. Eins og fram kemur á kortinu er stöðin staðsett fyrir norðan Eyrarvatn. Ennfremur birtum við hér að neðan mælingar frá stöðinni. Uppsafnað regn er þó eitthvað skrítið ef um er að ræða uppsafnað regn í ár. Ekki veit ég hverjir reka stöðina en tók mér bessaleyfi að birta hér að neðan frá henni mælingar.

@import((svinadalur))

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband