Sinueldar í landi Hvamms

Litlu muna mátti að illa færi þegar mikill sinueldur kviknaði í kvöld í landi Hvamms í Skorradal.
Vefjstjóri var á leið að heimsækja kunningja sinn kl 21.30 laugardaginn 21.03. Var þá skotið upp flugeldum, líklega skottertu. Þegar eldkúlurnar lentu, horfði vefstjóri jörðina fuðra upp á augabragði, þegar kveiknaði í sinunni. Fljótlega dreif að fjölda fólks sem reyndi að slökkva eldinn með skóflum og öllum tiltækum ráðum. Einhverjir tæmdu úr slökkvutækjum, sem hafði mikið að segja. Þrátt fyrir þetta breiddi eldurinn sig hratt út og á tímabili virtist þetta vera töpuð barátta.

Vefstjóri sneri til baka til að sækja 14 ára son sinn, sem var í sumarhúsi okkar fyrir neðan eldhafið. Tveimur mínútum seinna var nánast ófært til baka (upp hlíðina í átt að þjóðveginum). Við feðgarnir komumst til baka við illan leik, með því að keyra blindandi í gengnum eldhafið.
eldur2
Skömmu síðar kom Tryggvi Sæmundsson frá Hálsum í Skorradal á staðinn með gröfu og beitti henni á eldinn með því að róta í jarðveginum og banka eldinn með skóflunni. Á sama tíma kom slökkviliðið á vettvang með dælubíl (20 mín eftir að tilkynnt var um eldinn) og þá fyrst tókst að hemja eldinn. Taldist mér til að sex bílar, bæði dælubílar og slökkvubílar hefðu komið á staðinn. Fullyrða má að ekki hefði mátt miklu muna að ekki væri hægt að ráða við eldinn. Hér skipti líklega sköpum að tilkynnt var strax um eldinn og að slökkvilið var fljótt að bregðast við. Verður að telja aðdáðunarvert að lið sem er eingöngu skipað mönnum sem eru á vakt heima hjá sér geti brugðist svona fljótt við. Einnig einkenntust viðbrögð liðsins á vettvangi af fumlausum og öruggum vinnubrögðum.

Að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra brunnu 2-3 hektarar. Eins og áður hefur komið fram kviknaði eldurinn vegna flugelda sem skotið var frá sumarbústað. Maður í bústaðnum hefur gengist við því að hafa skotið upp flugeldum og að sögn Stefáns Skarphéðinssonar sýslumanns telst málið upplýst. Maðurinn verður kærður fyrir brot á lögum um meðferð skotelda. Hann verður krafinn um bætur vegna hugsanlegs tjóns og ekki síst kostnaðar (skv. ruv.is).

Myndin hér að neðan er tekin um það min hálfri mínútu eftir að eldkúlurnar frá skotkökunni kveiktu í sinunni.
eldur1

Að lokum. Litlu mátti muna að illa færi. Mikilvægt er að læra af þessu atviki og koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur, alla veganna má alltaf bæta viðbögð við slíkri vá.

Einnig bendum við á eftrifarandi ummföllun:

Gróðureldar í Skorradal - æfing auk skýrslu um viðbrögð
Gróðureldar í Skorradal - viðbragðsáætlun

05.02.2013 var fjallað um eldvarnir á fundi stjórnar:

"Eldvarnir. Formaður kynnti. Lagt til að keyptar verði 2 sinuklöppur
(
http://www.skogarbondi.is/eldvarnir/) fyrir hvert hús. Það verði síðan á ábyrgð
sumarhúsaeigenda eð koma klöppunum fyrir á áberandi stað þannig að þær séu
aðgengilegar ef um eld er að ræða. Rætt um slökkvivatn ofan vegar. Þyrfti að
koma safnvatni fyrir ofan veg. Eldvarnir verða ræddar með fulltrúm slökkviliðs og
landeiganda."

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband