Er Skorradalur hlýjasti staður á Íslandi?

Samkvæmt Veðurstofu Íslands var júní óvenjuhlýr um mikinn hluta landsins og hlýjasti júnímánuður frá upphafi mælinga sums staðar vestanlands, m.a. í Stykkishólmi þar sem mælt hefur verið frá 1845 og í Reykjavík þar sem mælt hefur verið frá 1871.

Meðalhiti á Akureyri var 11,2°C og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Þetta er sjöundi hlýjasti júnímánuður á Akureyri, mælingar hófust haustið 1881. Meðalhiti á Höfn í Hornafirði mældist 10,1 stig.

Hæsti meðalhiti á sjálfvirku stöðvunum mældist í Hjarðarlandi í Biskupstungum, 11,7°C, en lægstur á Brúarjökli, 2,9°C.

Í Skorradal á sjálfvirkri veðurstöð mældist meðalhiti 11,7°C sem jafnar hæsta meðalhitastig mælt á öllum stöðvum Veðurstofunnar.

Um þessar mundir eru mjög hlýir dagar og nær hitinn oftast 20°C yfir daginn en getur verið niður í 6°C yfir blánóttina eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband