Auðnutittlingar

Birgir Benediktsson sendi okkur fallegar fuglamyndir og með fylgdi einföld spurning "Hver þekkir fuglana?".

Um er að ræða tvær tegundir. Sú fyrri sýnist mér vera auðnutittlingur. Hér á eftir má sjá umföllun um auðnutittling. Seinni tegundin verður að bíða betri tíma. Eins og fram kemur hér á eftir þá er kjörlendi auðnutittlinga skóglendi og því kemur engum á óvart þó mikið sjáist af þeim í Skorradal.
at1

EINKENNI
Fullorðnir auðnutittlingar eru gráir með rauðan (sjaldnar gulllitan) koll og svartir á kverk. Sumir eru rauðbleikir á bringu, einkum karlfuglamir. Talsverður munur er á búningi milli einstaklinga, allt frá dökkum, brúnleitum fuglum, sem eru grófrákóttir að neðan með dökkan gump, yfir í Ijósa, gráleita fugla, sem eru fínrákóttir á síðum og með Ijósan gump. Lítill munur er á búningi milli kynja og árstíða en nokkrar litabreytingar verða vegna fjaðraslits. Ungfuglum svipar til fullorðinna fugla nema hvað rauða kollinn vantar fyrst í stað. Á sama tíma eru þeir grófrákóttir frá kverk niður á kvið. Þegar líður á haustið klæðast þeir sama búningi og fullorðnu fuglarnir.

Algengasta kall auðnutittlinga er langt, sorgmætt „pieeet" en flugkallið er hratt, hljómfagurt „pjé-pjé-pjé". Söngurinn er einfaldur, byggður á flugkallinu en fylgt eftir með löngu „prrrru"-i.
at2

LÍKIR FUGLAR
Rauður kollur auðnutittlinga greinir þá frá öðrum fuglategundum sem líkur eru á að sjáist hérlendis. Eina undantekningin frá þessu er hrímtittlingur Carduelis hornemanni. Hrímtittlingar eru stærri en auðnutittlingar, með alhvítan (ekki meira eða minna rákóttan) gump, brjóst og kvið, auk þess sem sumir einstaklingar eru mógulir í vöngum og á framhálsi. Hrímtittlíngar eiga meðal annars heima á Grænlandi en flækjast hingað og eru hugsanlega reglulegir vetrargestir. Þeir hafa verið taldir sömu tegundar og auðnutittlingar en af annarri deilitegund, en nú hallast menn að því að raunverulega sé um tvær tegundir að ræða. Einstaklingar beggja tegunda eru breytilegir og því er greining á sumum hrímtittlingum erfið úti í náttúrunni. Ákveðnar vísbendingar eru um að rödd hrímtittlinga sé svo frábrugðin rödd auðnutittlinga að unnt sé að greina þá í sundur á hljóðinu, en þetta þarfnast nánari rannsóknar.
at3

HÆTTIR
Auðnutittlingar verpa á norðlægum slóðum allt í kringum hnöttinn, Syðst verpa þeir í Evrópu, á Bretlandseyjum og í fjallahéruðum Mið-Evrópu, Hér eru þeir algengir varpfuglar víða um land en útbreiðslan er slitrótt. Flestir eru þeir á Norður- og Austurlandi.

Kjörlendi auðnutittlinga er í skógum og kjarri á láglendi. Þeir eru tíðir í birkiskógum og víðikjarri en einnig í görðum, lundum og reitum með erlendum trjátegundum. Hreiðri sínu koma auðnutittlingar nær alltaf fyrir í tré, einkum birki eða greni en einnig víði, reyni, alaskaösp, furu og lerki. I litlum trjám er hreiðrið uppi við stofninn en oftast úti á greinunum í stærri trjám. Þeir virðast einkum gera sér hreiður í birkitrjám eftir að þau laufgast en fyrir þann tíma kjósa þeir fremur grenitré. Hreiðrið er fallega ofin karfa úr grófum efnum yst en fóðruð með fínni efnum. Yst verða birkigreinar og sinustrá oftast fyrir valinu en einnig víðireklar og mosi. önnur hreiðurefni eru fátíðari, svo sem ull, fjaðrir af öðrum fuglum, birkibrum, bandspottar, tvistur, tuskubútar, bómull og hrosshár. Fóðrunarefni eru mest fjaðrir af fuglunum en einnig fíngerð strá og hrosshár og stundum er einhverjum fyrrgreindra efna blandart saman við.
at4

Varp hefst snemma, eða í seinni hluta apríl, en stendur fram eftir maí og júní þar eð sumir fuglar verpa tvisvar. Vitað er um varp upp úr 20. mars. Fuglar í þéttbýli verpa fyrr en til sveita eins og á sér stað hjá störrum og skógarþröstum. Eggin eru fimm til sex.
Auðnutittlingar eru staðfuglar sem halda sig mest f svipuöu kjörlendi árið um kring þótt þeir flakki hugsanlega nokkuð a milli staða. Fjöldi fugla yfir veturinn er afar breytilegur, eða milli 20.000 og 100.000.
Mat á heildarfjölda íslenskra varpfugla byggist að mestu á getgátum. Á fjórum stöðum hafa þó faríð fram athuganir á því hversu þétt varppör halda sig en þar var fjöldi mjög breytilegur, eða frá 12 til 124 pör á ferkílómetra. Fjöldi varppara milli ára er einnig mjög breytilegur, eins og sex ára rannsóknir á þremur svæðum við Mývatn benda til. Þar var fjöldi varppara frá níu upp í fimmtán pör eftir árum. Lengi framan af voru auðnutittlingar fyrst og fremst fuglar norðlenskra og austfirskra birkiskóga en síðustu hálfa öld eða svo hafa þeir í auknum mæli numið land í görðum í þéttbýli og í trjáræktarreitum. Virðist sem vaxandi trjárækt hafi ýtt undir útbreiðslu tegundarinnar. Í Reykjavík hófu auðnutittlingar að verpa upp úr 1950. Þá hafa þeir stungið sér niður sem varpfuglar eitt ár í senn (eða um fárra ára skeið) á stöðum þar sem þeir verpa venjulega ekki. Nú er áætlað að hér verpi á bilinu 10.000 til 30.000 pör.
at5

Auðnutittlingar lifa einkum á fæðu úr jurtaríkinu en einnig á ýmsum smádýrum. Fæðunnar afla þeir einkum í trjám - tína sér fræ, ekki síst af birkitrjám, og taka skordýr, þar á meðal mýflugur og fiðrildalirfur.
Skyldleikatengsl íslenskra og erlendra auðnutittlinga hafa vakið forvitni fuglafræðinga. Erfitt hefur reynst að finna uppruna íslenska stofnsins og setja hann í þróunarlegt samhengi við aðra stofna. Vangaveltur eru uppi um hvort auðnutittlingur og hrímtittlingur séu ein og sama tegundin, hvort íslenskir fuglar séu skyldari grænlenskum en skandinavískum fuglum og hvort ísenskir fuglar séu allir af sama uppruna eða blanda tveggja stofna. Þá velta menn því fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að tala um íslenska fugla sem eina deilitegund eða tvær og hvernig greina eigi suma íslenska fugla frá erlendum auðnutittlingum. Til að leita svara við þessum spurningum hafa menn skoðað hami og borið saman við fugla frá öðrum löndum, mælt stærð líkamshluta, skoðað lit fjaðrabúnings, tekið upp hljóð fuglanna og notað lífefnafræðilegar aðferðir við greiningu á blóði. Af öðrum athugunum sem hafa farið fram má nefna merkingar og kannanir á þéttleika varppara og varpárangri.

Auðnutittlingar eru alfriðaðir eins og aðrir íslenskir spörfuglar (að hrafni undanskildum).

Íslenskir Fuglar, Ævar Petersen, Vaka-Helgafell 1998


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband