Veðurupplýsingar fyrir farsíma

Borist hefur bréf frá sumarhúsaeiganda.


Sæl verið þið

Ég nota vefsíðuna mikið til að gá til veðurs (þó ég búi á Fitjum). Takk fyrir gott framtak. Oft nota ég farsímann til að að skoða veðrið, en það er nokkuð þungt. Er hægt að útbúa sérstaka síðu fyrir farsíma?

Útbúin hefur verið sérstök síða fyrir farsíma. Athugið að síðan glæðir sig ekki sjálfkrafa, það er því rétt að glæða hana á 5 mín fresti ef fylgjast á með breytingum á veðurfari. Vindurinn sem er sýndur er meðaltal síðustu 10 mínútna. Slóðin er eftirfarandi:

www.hvammshlid.is/wl/farsimi.htm

Hér er eingöngu um grunnupplýsingar að ræða, en bæta má fleiri upplýsingum við komi fram óskir um það. Hér að neðan má sjá síðuna eins og hún birtist í iphone farsímanum:© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband