Vefmyndavélin að komast í endanlegt horf

Uppsetningu á vefmyndavélinni er nú að mestu lokið. Vélin sendi myndir inn á internetið á 10 mín fresti. Nýjustu myndirnar má skoða á veðursíðunni undir "Veðrið með eigin augum".

Einnig eru geymdar 3 myndir á dag í hærri upplausn. Þær myndir má nálgast á veðursíðunni undir liðnum "Veðurmyndir". Þar er hægt að skoða myndir s.l. mánaðr og eldri mánuði. Einnig er hægt að birta mydnirnar sem myndasýningu og líkist það kvikmynd sem sýnd er hratt. Vefmyndavélin skilar einnig myndurm á "Weather underground". Þar er hægt að skoða á dagatali myndir hvers dags á hádegi. Einnig eru hægt að skoða mydnir hvers sólarhrings sem kvikmynd.

Athugið að glæða síðurnar reglulega svo nýjustu upplýsingar birtist (refresh).


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband