Af haustrigningum og haustlitum

Það ringdi eldi og brennisteini í Skorradalnum um helgina. Á sama tíma mátti sjá síðustu haustlitina þar sem marglitu laufin voru í óða önn að fjúka í burtu.
Þegar vefstjóri fór að athuga hve mikið hafði ringt þann 8.10.2011, þá var það grunsamlega lítið. Það stóð heima þegar regnmælirinn var skoðaður var söfnunarfatan stútfull, stífluð af laufblöðum í botninum. Stíflan svar snarlega losuð en þá gusaðist vatnið niður og því virðist hafa ring einhver ósköp rétt fyrir kl 18. Toppurinn sem sést þar er því rangur og hefði átt að dreifast yfirs.l dagf. Uppsafnað regn þennan mánuð ætti þó að vera rétt.
regn
Það er ekki sjón að sjá þjóðveg 508 á Hvammssvæðinu, enda með endemum lélegur frá upphafi. Ég hef það fyrir satt að í gögnum Vegagerðarinnar sé hann merktur sem "ónýtur". Eins og sést á myndinni hér að neðan er þessi vegur ekkert nema mold og drulla og sekkur maður niður á miðjja skó eða enn lengra á verstu svæðunum. Verðugt verkefni að þrýsta á Vegagerðina að bæta úr.vegur
Frekar fúll eftir að hafa þvælst um vondan veg í mikilli rigningu ákvað vefstjóri að bregða sér í myndatúr og reyna að fanga síðustu haustlitina í Skorradalnum áður en þeir hyrfu út í veður og vind. Árangurinn má sjá hér að neðan.

@import((Haustlitir))

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband