Tunglskin - 3 klst. í lífi vefmyndavélar

Aðfaranótt 1. febrúar var heiðskírt og tunglið dansaði yfir skjáinn og speglaðist í nýlögðum ísnum. Vefmyndavélin var á sínum stað og festi þetta á filmu. Sjá hér að neðan.

Á veðursíðunni birtum við upplýsingar um veðurfar í Skorradalnumauk aðliggjandi veðurstöðva. Það kemur á óvart hve hitastig getur verið mismunandi þó bara séu nokkrir km. á milli veðurstöðva. Kallt var í Hvammi aðfaranótt 1. febrúar og fór frostið niður í sjö stig, enda lagði vatnið um nóttina. Þegar líða tók á daginn fór að hlýna pg var hitinn kominn í 3 stig kl 21. Á sama tíma var -3 stiga hiti á Hvanneyri. Það eru einungis 12 km. á milli veðurstöðvanna á Hvanneyri og í Hvammi.

Myndbandið sýnir 3.klst sjónarspil. Um kl hálfsjö kemur tunglið inn í sjónsvið myndavélarinnar í vintra efra hornini og hverfur síðan á bak við Okið í birtingu, 3 klst síðar. Myndirnar eru teknar með 1 sek. millibili. Myndbandinu er hraðað þannig að sýningin tekur rúmar 2 mín.© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband